Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2007 | 04:35
Samstarfsmenn, traustir eða skúrkar.
Ég hef fylgst með þessu farsa um REI og meirihlutaslitin. Eftir Kastljósið í kvöld hef ég lesið allt um þetta mál, er ekki annars bilað að geta horft á Kastljósið í útlöndum.
Borgarstjóri, bæjarstjóri og aðrir stjórnendur hafa menn sér við hlið sem þeir treysta, þeir verða að hafa marga aðila sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir þá. Þessum mönnum verður stjórnandinn að treysta, annars gerist ekkert í málunum. Ég þekki sjálfur af eigin raun hvað traustir samstarfsaðilar eru mikilsverðir við stjórnun, ekki síður í pólitíkinni. Það er vandasamt að velja sér samstarfsmenn í pólitík.
Eftir Kastljósþáttinn í kvöld er ág sannfærur um að þessir ágætu menn sem Vilhjálmur treysti hafa allir svikið hann og blekt. Þessi svo kallaður kynningarfundur heima hjá Vilhjálmi hefur verið að þeirra ósk, enda lá á að keyra máli áfram. Þar fara þeir yfir málið munnlega, leggja fullt af pappírum á borðið og freista þess að fá að halda málinu áfram. Auðvitað þurfti samþykki borgarstjóra til að halda málinu áfram, gera samning um að flytja verðmæta partinn, (þennan óefnislega) í REI. Fyrirtækið sem Bjarni keypti í fyrir 500mill í, ekki gerist Bjarni fjárfestir í svona félagi nema til þess að hagnast. Enda fengu þeir félagar heimild til að halda málinu áfram.
Það er alveg ljóst að Vilhjálmur var blekktur, ekki einu sinni heldur margsinnis, Vilhjálmur hefur greinilega ekki haft ábyggilegan mann með sér í þessu stóra máli, þar á ég við Hauk Leósson. Svo þessi greinargerð, af hverju að senda hana út, jú til að draga kastljósið að Vilhjálmi, hann lyggur svo vel við höggi. Svo skil ég ekki af hverju fréttamenn taka ekki fastar á Bjarna, Hjörleifi, Hauki og Guðmundi, þessir menn stýrðu atburðarásinni.
Ég hef oft séð Bjarna Ármannsson í sjónvarpi, í kvöld var mikið að. Bjarni var fölur og niðurlútur, hann hvar ekki með sjálfum sér, óöruggur og ekki trúverðugur. Eftir að horfa á þéttinn tvisvar þá er ég sannfærður um að Bjarni var ekki að segja satt um minnisblaðið, ég hef setir svona fundi og veit hvernig hægt er að sýna það sem maður vill sína. Sjálfsagt hefur minnisblaðið verið til en ekkert bendir til þess að það hafi verið til Vilhjálms. Minnisblað er skrifað til einhvers, í þessu tilfelli hefði það átt að vera stílað á Vilhjálm, honum til upplýsinga.
Hvaða vitleysa er þetta með að gera samning milli móurfélags og dótturfélags á Ensku, félag í eigu Íslendinga og allir stjórnarmenn Íslendingar. Jú samningurinn er fyrst og fermst fyrir erlenda fjárfesta, Bjarni og co þurftu nefinlega að kynna hann erlendis svo verðmæti hluta í REI hækkuðu.
Jæja, komin nótt hér í Florida.
mbk. Mundi
Um bloggið
Guðmundur Jóhannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar